Jackson jarðsunginn í nótt

Michael Jackson
Michael Jackson Reuters

Staðfest hefur verið að poppsöngvarinn Michael Jackson verði jarðsunginn í nótt að viðstöddum ættingjum hans og nánustu vinum, rúmum tveimur mánuðum eftir að hann dó.

Athöfnin fer fram í grafhýsi í Forest Lawn-kirkjugarðinum í Hollywood klukkan sjö e.h. að staðartíma, kl. tvö í nótt að íslenskum, og á að standa í 45 mínútur. 

Fjölmiðlum og aðdáendum Jacksons verður ekki veittur aðgangur að athöfninni en talið er að söngkonan Diana Ross verði á meðal viðstaddra og að Aretha Franklin syngi. 

Gert hafði verið ráð fyrir því að útförin færi fram á afmælisdegi Jacksons, 29. ágúst, en ákveðið var að fresta henni til að meiri tími gæfist til að undirbúa hana. Margir frægir leikarar hafa verið bornir til grafar í Forest Lawn-kirkjugarðinum, þeirra á meðal Humphrey Bogart, Errol Flynn og Clark Gable.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Loka