Jackson greftraður í gullkistu

Bandaríska poppstjarnan Michael Jackson var jarðsettur í Los Angeles í nótt rúmum tveimur mánuðum eftir að hann lést. Um 200 manns voru viðstödd þegar Jackson var lagður til hinstu hvílu í gullsleginni kistu.

Börn Jacksons, Prince Michael 12 ára, Paris 11 ára og Prince Michael II 7 ára lögðu kórónu á blómum skreytta kistu föður síns eftir að athöfnin var hafin.  

Jackson kom raunar of seint til eigin útfarar því kista hans birtist ekki fyrr en einum og hálfum tíma eftir að athöfnin átti að hefjast klukkan 2 að íslenskum tíma. Bæður Jacksons, allir klæddir í svört jakkaföt með einn hvítan hanska, voru líkmenn og báru kistuna úr líkbílnum. 

Söngkonan Gladys Knight söng m.a. sálm við athöfnina. Eftir hana báru bræður Jacksons kistu hans inn í grafhýsið í Forest Lawn Memorial Park  og gestirnir fylgdu á eftir. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni sagði, að Jackson hefði verið lagður til hinstu hvílu klukkan 4:43 að íslenskum tíma.  

Meðal viðstaddra voru leikkonan Elizabeth Taylor, leikarinn Macaulay Culkin og prédikarinn Al Sharpton.

Meðal þeirra, sem hvíla í grafhýsinu eru Hollywoodstjörnurnar   Clark Gable, Jean Harlow og Carole Lombard. Fleiri stjörnur eru grafnar annarstaðar í grafreitnum, svo sem Humphrey Bogart, James Stewart, Spencer Tracy og Walt Disney.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir