Jackson greftraður í gullkistu

00:00
00:00

Banda­ríska popp­stjarn­an Michael Jackson var jarðsett­ur í Los Ang­eles í nótt rúm­um tveim­ur mánuðum eft­ir að hann lést. Um 200 manns voru viðstödd þegar Jackson var lagður til hinstu hvílu í gulls­leg­inni kistu.

Börn Jacksons, Prince Michael 12 ára, Par­is 11 ára og Prince Michael II 7 ára lögðu kór­ónu á blóm­um skreytta kistu föður síns eft­ir að at­höfn­in var haf­in.  

Jackson kom raun­ar of seint til eig­in út­far­ar því kista hans birt­ist ekki fyrr en ein­um og hálf­um tíma eft­ir að at­höfn­in átti að hefjast klukk­an 2 að ís­lensk­um tíma. Bæður Jacksons, all­ir klædd­ir í svört jakka­föt með einn hvít­an hanska, voru lík­menn og báru kist­una úr lík­bíln­um. 

Söng­kon­an Gla­dys Knig­ht söng m.a. sálm við at­höfn­ina. Eft­ir hana báru bræður Jacksons kistu hans inn í graf­hýsið í For­est Lawn Memorial Park  og gest­irn­ir fylgdu á eft­ir. Í yf­ir­lýs­ingu frá fjöl­skyld­unni sagði, að Jackson hefði verið lagður til hinstu hvílu klukk­an 4:43 að ís­lensk­um tíma.  

Meðal viðstaddra voru leik­kon­an El­iza­beth Tayl­or, leik­ar­inn Macaulay Cul­kin og pré­dik­ar­inn Al Sharpt­on.

Meðal þeirra, sem hvíla í graf­hýs­inu eru Hollywood­stjörn­urn­ar   Clark Gable, Jean Har­low og Carole Lomb­ard. Fleiri stjörn­ur eru grafn­ar ann­arstaðar í gra­freitn­um, svo sem Hump­hrey Bog­art, James Stew­art, Spencer Tracy og Walt Disney.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Fjölskylduleyndarmál munu hugsanlega setja svip á daginn. Leggðu þitt af mörkum en gættu þess að það taki ekki frá þér alla orku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Fjölskylduleyndarmál munu hugsanlega setja svip á daginn. Leggðu þitt af mörkum en gættu þess að það taki ekki frá þér alla orku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Sofie Sar­en­brant
5
Unni Lindell