„Latibær er ekki á leið úr landi“

Magnús Scheving.
Magnús Scheving. mbl.is/Ásdís

„Latibær er ekki á leið úr landi. Það er ósköp einfalt,“ segir Hlynur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og kynningardeildar Latabæjar. Hann tekur fram að það sé enginn fótur fyrir öðru.

Haft er eftir Magnúsi Scheving í tímaritinu Monocle að umsvif í tengslum við framleiðslu á sjónvarpsþáttunum um Latabæ séu orðin svo mikil að fyrirsjáanlegt sé að framleiðslan verði flutt frá Íslandi. Hlynur segir að þetta sé einfaldlega rangt.

Aðspurður segir hann rétt að blaðamaður frá tímaritinu hafi rætt við Magnús, en einhvernvegin hafi blaðamanninum tekist að komast að þessari niðurstöðu.

Latibær er með skrifstofur í New York og London. Hlynur bendir á að skrifstofan í London sé að stækka, og hann telur að blaðamanninum hafi mögulega tekist að misskilja það sem svo að stækkunin í London haldist í hendur við að framleiðslan sé á leið úr landi. Svo sé hins vegar ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup