Janet forðast fréttir

Janet Jackson með börnum Michael Jackson við opinbera minningarathöfn um …
Janet Jackson með börnum Michael Jackson við opinbera minningarathöfn um hann. Reuters

Janet Jackson, syst­ir söngv­ar­ans Michael Jackson, hef­ur nú í fyrsta sinn tjáð sig op­in­ber­lega um skyndi­legt frá­fall hans í júní. Í viðtali við tíma­ritið Harper's Baza­ar seg­ist hún ekki hafa horft á frétt­ir frá frá­falli hans.

Janet seg­ir að stöðugur frétta­flutn­ing­ur af mál­inu myndi gera hana brjálaða og bæt­ir því við að það séu ekki all­ir gerðir úr steini.

Þá seg­ist hún virki­lega stolt af ell­efu ára bróður­dótt­ur sinni sem minnt­ist föður sína við op­in­bera minn­ing­ar­at­höfn um hann. Einnig fer hún lof­sam­leg­um orðum um móður sína Kat­her­ine Jackson sem nú fer með for­ræði þriggja barna Michael.

„Mig hef­ur alltaf dreymt um að hafa styrk móður minn­ar en ég vissi ekki hvort hann væri raun­veru­lega til staðar," seg­ir hún. Þá seg­ist hún hafa leitað í mat í sorg sinni.  „Ég borða stund­um af til­finn­inga­leg­um ástæðum og ég hef verið að gera það upp á síðkastið."

Hún seg­ir einnig frá því að hún hafi síðast hitt bróður sinn um sex vik­um fyr­ir and­lát hans. „Við skemmt­um okk­ur svo vel þann dag," seg­ir hún. „Við hringd­um aft­ur og aft­ur hvort í annað til að tala um hvað það hefði verið frá­bært."

 Janet var við kvik­mynda­tök­ur í Atlanta er henni var til­kynnt um lát bróður síns í síma og hélt hún þá rak­leitt til Los Ang­eles þar sem hún hef­ur að mestu dvalið síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir