Kanye West biðst afsökunar aftur og aftur

Kanye West truflar Taylor Swift í verðlaunaafhendingunni á sunnudagskvöld.
Kanye West truflar Taylor Swift í verðlaunaafhendingunni á sunnudagskvöld. Reuters

Bandaríski rapparinn Kanye West hefur hringt í sveitasöngkonuna Taylor Swift og beðið hana afsökunar á því að hafa ruðst upp á svið þegar Swift tók við myndbandaverðlaunum MTV á sunnudagskvöld í New York.

West virtist ósáttur við að Swift, sem er 19 ára gömul, skyldi fá verðlaun fyrir besta myndband kventónlistarmanns en ekki söngkonan Beoncé. Þetta vakti mikla athygli og umtal.

West kom fram í nýjum skemmtiþætti Jay Leno í gærkvöldi og baðst þar innvirðulega afsökunar á framkomu sinni. Swift kom síðan fram í sjónvarpsþættinum The View í dag og þar sagði hún að West hefði ekki haft neitt samband við sig.

Fulltrúar The View segja, að eftir þáttinn hafi West hringt í Swift og beðið hana afsökunar og Swift hafi fallist á þá afsökunarbeiðni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir