Skráir sig klifrara í íslensku símaskránni

Marianne van der Steen, nemi við Háskóla Íslands.
Marianne van der Steen, nemi við Háskóla Íslands. Ljósmynd:Guðmundur Tómasson

„Ég hafði aðeins kynnst ísklifri áður en aldrei klifrað í frosnum fossi. Fyrir ári fór ég fyrst með vinum mínum í ísklifur. Mér fannst það skemmtilegt, hélt áfram og núna er ég að fara á heimsmeistaramótið,“ segir Marianne van der Steen, nemi við Háskóla Íslands. Hún keppir á heimsmeistaramótinu í ísklifri eftir áramót, fyrst hollenskra kvenna þótt hún hafi aðeins stundað greinina í eitt ár.

Marianne hefur stundað klifuríþróttina frá unga aldri. Hún fór ung með foreldrum sínum í Alpana í fjallgöngur og síðan tók klifrið við.

Líf hennar snýst mikið um þessa íþrótt og á þeim vettvangi fann hún íslenskan kærasta, Valdimar Björnsson. „Ég var ein á útiklifursvæði í Frakklandi og þar var líka hópur Íslendinga. Við fórum að klifra saman og svo kom ég til Íslands,“ segir hún.

Marianne er í hópi allra bestu klifrara hér á landi, á öllum sviðum íþróttarinnar, og slær meira að segja mörgum karlmanninum við. Hún kennir börnum og unglingum klifur í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði og hefur mikla ánægju af því. Hún tekur þetta áhugamál svo alvarlega að þótt hún hafi lært náttúrufræði í Hollandi setur hún starfsheitið klifrari við nafn sitt í símaskránni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar