Íkornar, prinsessur og einn fúllyndur fauskur

Georg Bjarnfreðarson laus úr fangelsi í mynd Ragnars Bragasonar.
Georg Bjarnfreðarson laus úr fangelsi í mynd Ragnars Bragasonar.

Þrjár kvikmyndir verða frumsýndar í bíóhúsum landsins annan í jólum. Ein þeirra er íslensk en hinar tvær teiknimyndir.

Ekki þarf að fjölyrða um Bjarnfreðarson sem er spunnin upp úr hinum geysivinsælu Vaktaþáttum. Eftirvæntingin hefur verið mikil á meðal aðdáenda og segja má að spennan hafi í raun verið að byggjast upp hægt og bítandi síðustu mánuði.

Alvin og íkornarnir 2

Úrræðagóði íkorninn Alvin fékk eigin kvikmynd fyrir tveimur árum og snýr nú aftur, hressari en nokkru sinni. Þeir Alvin, Símon og Theódór þurfa nú að glíma við jafnoka sína af hinu kyninu, tríóið Íkornurnar, skipað þeim Brittany, Eleanor og Jeanette. Myndin er sýnd með íslensku og ensku tali.

Prinsessan og froskurinn

Walt Disney setur hér sinn snúning á þetta sígilda ævintýri. Prinsessan er íðilfögur stúlka frá Louisiana og hún og froskurinn álagabundni lenda í miklum ævintýrum á fenjasvæðunum þar – eftir að honum tekst að breyta henni í frosk!

Sjá nánar kvikmyndagagnrýni á kvikmyndinni Bjarnfreðarson í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson