Davíð sem Örn sem Davíð

Örn Árnason með Davíðs hárkolluna.
Örn Árnason með Davíðs hárkolluna. mbl.is/RAX

Glögg­ir áhorf­end­ur tóku eft­ir því, að loknu vel heppnuðu Ára­móta­s­kaupi, að nafn Davíðs Odds­son­ar, rit­stjóra Morg­un­blaðsins, var á lista yfir þá sem færðar voru þakk­ir í lok þess. Ástæðan er sú að Davíð lék í atriði fyr­ir skaupið sem var ekki notað, þar sem það þótti ekki passa við heild­ar­mynd­ina.

Gunn­ar B. Guðmunds­son, leik­stjóri skaups­ins, klippti atriðið út. „Það var miklu fyndn­ara á papp­ír,“ seg­ir Gunn­ar um atriðið, en í því lék Davíð leik­ar­ann Örn Árna­son að leika Davíð Odds­son. Hljóm­ar vissu­lega vel og ef­laust marg­ir sem gráta það að fá aldrei að sjá þetta atriði. „Hann stóð sig al­veg frá­bær­lega, ég get staðfest það,“ seg­ir Gunn­ar um frammistöðu Davíðs.

– Það er hrika­legt að fá ekki að sjá þetta!

„Já, það er bara þannig,“ seg­ir Gunn­ar og hlær kvik­ind­is­lega. Stund­um þurfi leik­stjór­ar að drepa upp­á­halds­atriðin í klipp­ingu, í þágu heild­ar­inn­ar. „Það var heild­ar­mynd­in sem skipti máli, það var eng­in rit­stýr­ing í gangi. Ég tók all­ar þess­ar ákv­arðanir, það var eng­inn sem reyndi að hafa áhrif á mig.“

„Frá­bær leik­ari“

„Ég segi ekki neitt,“ svar­ar Gunn­ar og hlær aft­ur kvik­ind­is­lega. „Ég tala ekk­ert um þau atriði sem eru ekki í skaup­inu, það er bara ekki rétt.“

– En hvernig var að leik­stýra Davíð Odds­syni?

„Hann var frá­bær, hann er frá­bær leik­ari,“ svar­ar Gunn­ar og bend­ir m.a. á gam­an­leik Davíðs í út­varpsþátt­un­um Matt­hild­ur, sem hann gerði með Þór­arni Eld­járn og Hrafni Gunn­laugs­syni. Gunn­ar seg­ir Davíð hafa tekið vel í að leika í skaup­inu og það sé miður að þurft hafi að fórna atriðinu.

Hvað næstu verk­efni Gunn­ars varðar þá stend­ur til að taka kvik­mynd­ina Gaura­gang í ár. Búið er að þrengja hóp mögu­legra leik­ara á ung­lings­aldri en full­orðnu leik­ar-arn­ir eru ófundn­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son