Davíð sem Örn sem Davíð

Örn Árnason með Davíðs hárkolluna.
Örn Árnason með Davíðs hárkolluna. mbl.is/RAX

Glöggir áhorfendur tóku eftir því, að loknu vel heppnuðu Áramótaskaupi, að nafn Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, var á lista yfir þá sem færðar voru þakkir í lok þess. Ástæðan er sú að Davíð lék í atriði fyrir skaupið sem var ekki notað, þar sem það þótti ekki passa við heildarmyndina.

Gunnar B. Guðmundsson, leikstjóri skaupsins, klippti atriðið út. „Það var miklu fyndnara á pappír,“ segir Gunnar um atriðið, en í því lék Davíð leikarann Örn Árnason að leika Davíð Oddsson. Hljómar vissulega vel og eflaust margir sem gráta það að fá aldrei að sjá þetta atriði. „Hann stóð sig alveg frábærlega, ég get staðfest það,“ segir Gunnar um frammistöðu Davíðs.

– Það er hrikalegt að fá ekki að sjá þetta!

„Já, það er bara þannig,“ segir Gunnar og hlær kvikindislega. Stundum þurfi leikstjórar að drepa uppáhaldsatriðin í klippingu, í þágu heildarinnar. „Það var heildarmyndin sem skipti máli, það var engin ritstýring í gangi. Ég tók allar þessar ákvarðanir, það var enginn sem reyndi að hafa áhrif á mig.“

„Frábær leikari“

Gunnar segir handritshöfunda skaupsins hafa átt hugmyndina að atriðinu með Davíð. En var Davíð með Davíðs-hárkolluna hans Arnar?

„Ég segi ekki neitt,“ svarar Gunnar og hlær aftur kvikindislega. „Ég tala ekkert um þau atriði sem eru ekki í skaupinu, það er bara ekki rétt.“

– En hvernig var að leikstýra Davíð Oddssyni?

„Hann var frábær, hann er frábær leikari,“ svarar Gunnar og bendir m.a. á gamanleik Davíðs í útvarpsþáttunum Matthildur, sem hann gerði með Þórarni Eldjárn og Hrafni Gunnlaugssyni. Gunnar segir Davíð hafa tekið vel í að leika í skaupinu og það sé miður að þurft hafi að fórna atriðinu.

Hvað næstu verkefni Gunnars varðar þá stendur til að taka kvikmyndina Gauragang í ár. Búið er að þrengja hóp mögulegra leikara á unglingsaldri en fullorðnu leikar-arnir eru ófundnir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan