Dolly Parton segist líkjast teiknimyndapersónu

Dolly Parton.
Dolly Parton. AP

Söngkonan Dolly Parton, sem býr í Nashville með eiginmanni sínum til 43 ára, Carl Dean, hefur engan áhuga á því að breyta útliti sínu. „Ég er svona eins og teiknimyndapersóna og teiknimyndapersónur eldast ekki. Ég er lífleg og ýkt og mun aldrei breytast," segir söngkonan sem er 63 ára að aldri.

Hún segir að það sé hins vegar líklegt að hún verði hálfhjákátleg ef hún heldur þessu útliti þegar hún verður 85 ára að aldri. Fólk muni líta á hana og spyrjast fyrir um aldur hennar. En svarið verður: „Ég veit það ekki hún hefur litið svona út í 100 ár."


Parton segist hins vegar ekki vilja fara í frekari skurðaðgerðir. Einungis verði um smávægilegar leiðréttingar að ræða með aðstoð botox og annarra efna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach