Glöggir sjónvarspáhorfendur tóku vafalaust eftir því að María Sigrún Hilmarsdóttir var sest í stól fréttaþular í tíufréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Þetta var í fyrsta skipti sem María Sigrún les fréttirnar en ekki það síðasta, því hún hefur nú tekið við því hlutverki eftir nýlegar uppsagnir.
María Sigrún hefur lengi starfað sem fréttamaður Ríkissjónvarpsins og mun hún gegna því starfi áfram, en fréttalesturinn verður viðbót við þau störf.
Meðal þeirra sem sagt var upp í síðustu viku á RÚV var Elín Hirst, sem m.a. las fréttirnar.