Doctor Who gegn Thatcher

Margaret Thatcher.
Margaret Thatcher.

Handritshöfundar breska sjónvarpsþáttarins Doctor Who á níunda áratugnum höfðu það meginmarkmið að velta ríkisstjórn Margrétar Thatcher úr sessi. Þetta kemur fram í viðtali við Sylvester McCoy í Sunday Times en hann var ráðinn til þess að leika doktorinn í þessari vinsælu vísindaskáldskaparseríu árið 1987 eða þremur mánuðum eftir að Thatcher vann sinn þriðja kosningasigur.

Fram kemur í viðtalinu að þeir sem störfuðu við þáttinn töldu rétt að nota vinsældir hans til þess að grafa undan stöðu Thathcers í breskum stjórnmálum. Hann segir ennfremur að það hafi verið viðtekin skoðun þáttagerðarmannanna á þessum tíma að Thatcher væri mun ógnvænlegri en þau skrímsli sem doktorinn hafði þurft að glíma við í þáttunum.

Hárprúður einræðisherra

The Daily Telegraph segir að þættirnir Gleðivaktin hafi augljóslega einnig beinst að Thatcher. Sá þáttur fjallar um hárprúða konu sem er einræðisherra á plánetunni Terra Alpha þar sem hún drottnar yfir lánlausum þegnum sem eru neyddir til þess að vinna í verksmiðjum. Doktorinn tekur málin í sínar hendur í þættinum og sannfærir verkamennina um að leggja frá sér tól og tæki og efna til uppreisnar gegn hinum hárprúða einræðisherra. Þykir söguþráðurinn vera augljós vísun í verkalýðsátök í valdatíð Thatchers. Sem kunnugt er náðu þeir sem störfuðu að þáttunum ekki markmiði sínum en Thatcher hélt völdum fram til ársins 1990 en þátturinn Doctor Who var tekinn af dagskrá árið 1989.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson