Íslenski Eurovision-hópurinn, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision söngvakeppninni í Ósló í maí, ætlar að halda kökubasar í Kringlunni á morgun til að fjármagna kynninguna á íslenska laginu.
Fram kemur, að allir í hópnum muni baka sjálfir. Örlygur Smári, lagahöfundur, ætlar að baka sandköku en það er eina kakan sem hann kann að baka. Pétur Guðmundsson, bakraddarsöngvari, ætlar að útbúa salad en enn er óvíst hvað söngkonan Hera Björk mun reiða fram.
Þeir sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið geta mætt með kökur í
Kringluna þar sem hópurinn mun sjálfur standa og selja á milli kl. 16 og
19.