Breski leikarinn Corin Redgrave er látinn, sjötugur að aldri. Redgrave var í kunnri breskri leikarafjölskyldu, sonur leikarans Michael Redgrave og bróðir leikkvennanna Vanessu Redgrave og Lynn Redgrave.
Redgrave, sem hefur átt við heilsuleysi að stríða undanfarin ár, veiktist alvarlega á páskadag, að sögn fjölskyldu hans.
Corin Redgrave lék í fjölda kvikmynda, þar á meðal myndinni Fjögur brúðkaup og jarðarför. Þá lék hann einnig í mörgun breskum sjónvarpsþáttum. Hann tók virkan starf í breskum stjórnmálum og barðist meðal annars fyrir því árið 2004 að Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra, yrði ákærður fyrir þátttöku Breta í innrásinni í Írak.