Giftist kettinum sínum

Hin hamingjusömu „brúðhjón“.
Hin hamingjusömu „brúðhjón“.

Þýskur bréfberi hefur „gifst“ kettinum sínum. Hann segist í samtali við þýska dagblaðið Bild hafa viljað ganga í það heilaga áður en læðan Cecilia, sem er bæði of þung og með asma, myndi deyja.

„Cecila er svo traust. Við kúrum alltaf saman og hún hefur ávallt sofið í mínu rúmi,“ segir hinn 39 ára gamli piparsveinn Uwe Mitzscherlich. Hann er búsettur í Possendorf, sem er skammt frá Dresden.

„Hjarta okkar slá í takt. Þetta er einstakt,“ segir hann.

Það er bannað að giftast dýrum í Þýskalandi. Því brá Mitzscherlich á það ráð að greiða leikkonu 300 evrur (um 50.000 kr.) til að láta gefa sig og köttinn saman. Tvíburabróðir brúðgumans var síðan vottur.

Mitzscherlich fór í sitt fínasta púss og setti á sig pípuhatt í tilefni dagsins. Hin 15 ára gamla læða var að sjálfsögðu í hvítu.

Athöfnina má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir