Heil plata fór á haugana

The Scissor Sisters.
The Scissor Sisters.

Liðsmenn poppsveitarinnar The Scissor Sisters ákváðu síðasta sumar að henda öllu því sem þeir voru búnir að taka upp fyrir þriðju breiðskífu sína og byrja upp á nýtt. Átján mánaða vinna fór þar með á haugana.

Söngvarinn Jake Shears segir í samtali við breska ríkisútvarpið að hljómsveitin vilji ekki gefa neitt út sem hún hafi ekki trú á. Geri hún það þá geti sveitin alveg dregið sig í hlé.

„Ef við gefum eitthvað út sem er undir meðallagi þá yrði það endalok Scissor Sisters,“ segir Shears. 

Liðsmenn sveitarinnar ákváðu því að byrja upp á nýtt og er þriðja breiðskífa hennar, sem ber nafnið Night Shift, væntanleg í júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir