Bubbi hraunar yfir Sindra Eldon

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens.

Sindri Eldon, son­ur Bjark­ar Guðmunds­dótt­ur, skrifaði afar nei­kvæða gagn­rýni um plötu Haf­dís­ar Huld­ar, Synchronized Swimmers, í nýj­asta tölu­blað Grapevine. Um­sögn­in klykk­ir út á þeim orðum að ef þung­lyndi hafi ekki drepið hlust­and­ann muni plat­an gera það að verk­um að hann muni vilja drepa sig sjálf­ur. Bubbi Mort­hens sér til­efni til að taka fram lykla­borðið vegna þessa máls og hraun­ar yfir Sindra á Face­book-síðu sinni.

 „Hann get­ur ekki spilað á bassa skamm­laust og í staðinn reyn­ir hann að hefja sig upp í sól móður sinn­ar með drullu um fólk sem hef­ur hæfi­leika sem sann­ar­lega hann hef­ur ekki sem tón­list­armaður,“ skrif­ar Bubbi. Hann fær fljót­lega at­huga­semd þar sem hann er spurður hvort hann hafi sjálf­ur einka­rétt á að upp­hefja sig á kostnað annarra.

Haf­dís Huld skrif­ar svo sjálf at­huga­semd: „Takk Bubbi minn, gott að finna stuðning frá fólki sem veit um hvað það er að tala“ og er greini­lega ekki skemmt yfir gagn­rýni Sindra. Bubbi bæt­ir síðan um bet­ur og seg­ir um Sindra: „Hann hef­ur reynt allt til þess að fá ljósið á sig kannski ætti hann að kúka á sviði þá fengi hann mögu­lega um­fjöll­un við hæfi.“

Tón­listar­fólkið Ragn­heiður Grön­dal, Jakob Frí­mann Magnús­son og Orri Harðar­son kvitt­ar allt á at­huga­semdaþráðinn og seg­ist sú fyrst­nefnda ekki þola svona níðskrif. Gauk­ur Úlfars­son gagn­rýn­ir Bubba hins veg­ar og skrif­ar: „Sjúk­lega hallæris­leg og barna­leg færsla Bubbi. Ég á plötu sem Sindri gerði fyr­ir jól­in síðustu sem er stút­full af frá­bærri tónlist og svo ætt­ir þú að vera manna síðast­ur að mæla gegn því að fólk segi það sem því í brjósti býr.“

Dóm Sindra um plötu Haf­dís­ar má lesa á blaðsíðu 18 í Grapevine sem má nálg­ast með því að smella hér.

Face­book-síðu Bubba og umræðurn­ar í heild sinni má nálg­ast með því að smella hér.

Nán­ar í nýj­asta Monitor. Blaðið má lesa í ra­f­rænni út­gáfu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Reyndu að yfirvinna vanlíðan og ekki leggjast í sjálfsvorkunn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Sofie Sar­en­brant
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir eigi erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Reyndu að yfirvinna vanlíðan og ekki leggjast í sjálfsvorkunn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Sofie Sar­en­brant
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Jill Man­sell