Í gær afhenti Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, myndlistarkonunni Söru Riel verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur fyrir framlag sitt á sviði myndlistar.
Sjóðinn stofnaði Erró til minningar um frænku sína Guðmundu og er þetta í ellefta sinn sem veitt er úr honum.