Slúðurvefir nýttir við innbrot

Orlando Bloom
Orlando Bloom Reuters

Fimm meintir þjófar hafa verið ákærðir fyrir innbrot á heimili frægra einstaklinga í Los Angeles, þar á meðal Orlando Bloom, Lindsay Lohan og Paris Hilton. Er talið að þeir hafi komist undan með mikil verðmæti, listmuni, peninga, fatnað og skartgripi. Er ránsfengurinn metin á milljónir Bandaríkjadala. 

Í október í fyrra voru þeir ákærðir fyrir meiriháttar innbrot af saksóknara en síðar ákvað saksóknaraembættið að senda málið til kviðdóms sem ákærði fimmmenningana á föstudaginn. Var það gert til þess að flýta málsmeðferðinni. Fimmmenningarnir neita allir sök.

Lögreglan í Los Angeles telur að þeir hafi komist undan með muni sem metnir eru á meira en 3 milljónir Bandaríkjadala, 377 milljónir króna. Ránin voru framin á tímabilinu október 2008 til ágúst 2009.

Eiga þeir að hafa nýtt sér vefi eins og Twitter, TMZ.com og celebrityaddresssaerial.com til þess að finna út hvar stjörnurnar eiga heima, ferðaáætlanir þeirra og hvar þær áttu að koma fram opinberlega, til þess að skipuleggja ránin, samkvæmt frétt Los Angeles Times, sem BBC vitnar til.

Meðal fórnarlamba þjófann eru Megan Fox, Rachel Bilson, Brian Austin Green, Audrina Patridge og Ashley Tisdale.

Hinir meintu þjófar voru færðir í varðhald eftir að tveir þeirra náðust á mynd þar sem þeir voru að brjótast inn hjá Lohan og Patridge.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Sigrún Elíasdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okkur hægt í að dæma. Þú varpar öndinni léttar þegar þú færð fréttir af ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Colleen Hoover
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Sigrún Elíasdóttir