Íslensk leikkona í kvikmynd Anne Hathaway

Heiða Rún Sigurðardóttir gerir það gott í Bretlandi
Heiða Rún Sigurðardóttir gerir það gott í Bretlandi mbl.is

Heiða Rún Sigurðardóttir útskrifaðist nýlega frá leiklistarskólanum Drama Center í London. Hefur hún strax nælt sér í umboðsmann og leikur nú í nýrri kvikmynd með Anne Hathaway. Síðastliðna daga hefur hún sótt prufur fyrir hlutverk í myndum á borð við X-men, Mission Impossible 4 og Twilight.

„Ég tók upp fyrsta atriðið mitt í myndinni í gær með Jim Sturgess og Anne Hathaway. Jim og Anne voru yndisleg og allt liðið var frábært. Það var æðislegt að vinna með þeim og lærði ég mikið af því að fylgjast með þeim,” sagði Heiða Rún í viðtali við MBL.

Kvikmyndin heitir One Day og er byggð á metsölubók David Nichols. Heiða fer með hlutverk kærustu Dexter Mayhew sem leikinn er af Jim Sturgess en hann hefur gert það gott í kvikmyndum á borð við 21. Lone Schrefig leikstýrir myndinni en hún var meðal annars tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir myndina An Education.

„Dagslaunin eru ágæt en ég er bara að taka upp í nokkra daga þannig að lokaupphæðin er ekki himinhá,” sagði Heiða aðspurð um launin.

Heiða var ein af fáum nemendum skólans sem nældu sér í umboðsmann.

„Á þriðja skólaári gerðum við sýningar hverja önn í leikhúsinu og buðum umboðsmönnum, í von um að einhver sýni þér áhuga. Ég var mjög heppin og fór í viðtöl við nokkra frábæra umboðsmenn og skrifaði loks undir hjá Michael Foster. Michael er vel þekktur og sér um leikara á borð við Julie Christie, Sam Neill, Billie Piper og Sacha Baron Cohen,” sagði Heiða.

Kvikmyndin One Day kemur út á næsta ári.

Anne Hathaway
Anne Hathaway Reuters
Jim Sturgess í kvikmyndinni 21
Jim Sturgess í kvikmyndinni 21
Heiða Rún Sigurðardóttir
Heiða Rún Sigurðardóttir mbl.is
Heiða Rún Sigurðardóttir
Heiða Rún Sigurðardóttir mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar