Söngvari hljómsveitarinnar Oasis, Liam Gallagher, hefur verið duglegur að koma fram í fjölmiðlum upp á síðkastið.
Nú síðast kom yfirlýsing frá söngvaranum kjaftfora þess efnis að Oasis myndi ekki koma aftur saman fyrr en meðlimir sveitarinnar væru komnir á hausinn og þyrftu á peningunum að halda.
Söngvarinn vinnur nú hörðum höndum að nýrri plötu með hljómsveitinni Beady Eye en í henni eru m.a. fyrrverandi meðlimir Oasis þeir Gem Archer, Andy Bell og Chris Sharrock. Hefur söngvarinn sagt að platan sé sú besta sem fólk á eftir að heyra næstu fimmtíu árin.