Goodman 45 kg léttari

John Goodman eftir meðferð einkaþjálfarans . . .
John Goodman eftir meðferð einkaþjálfarans . . . reuters

Leikarinn John Goodman, sem hefur löngum verið ansi stórbeinóttur, hefur nú snúið við blaðinu og misst ein 45 kg.

„Ég veit að það hljómar bjánalega en þetta var alger sóun. Það fer mikil skapandi orka í að sitja á rassinum og ákveða hvað maður eigi að fá sér að borða næst... Ég vildi lifa betra lífi,“ segir leikarinn í viðtali við tímaritið People.

Goodman, sem er 58 ára gamall, náði betri heilsu með hjálp einkaþjálfarans Mackie Shilstone, sem hefur þjálfað ófáar stjörnur í gegnum árin, meðal annars tennisstjörnuna Serenu Williams.

Goodman neytir nú ekki áfengis, sneiðir hjá öllum sykri og æfir sex sinnum í viku. Shilstone segir leikarann vera himinlifandi yfir árangrinum.

og John Goodman áður en hann tók sér tak.
og John Goodman áður en hann tók sér tak. reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård