Risastór hrægammur yfir Glasgow

Hrægammur
Hrægammur

Hinn sjö ára gamli hrægammur sem hefur verið nefndur Gandalf flýgur nú um himininn í Glasgow en hann slapp úr fuglasafninu World of Wings í Cumbernauld í norður-Lanarkshire í Skotlandi.

„Við ráðleggjum fólki að nálgast hana ekki heldur hringja á lögregluna. Hún óttast mannfólk engan veginn og hún gæti bitið einhvern alvarlega. Goggurinn hennar er hannaður til þess að rífa hold í sundur," segir David Ritchie framkvæmdastjóri World of Wings.

Þá bætti talsmaður Cumbernauld flugvallar við: „Með þriggja metra vænghaf gæti hún gert mikinn skaða við stóra flugvél ef hún lenti í hreyflunum. Þetta er líka helmingurinn af litlum flugvélum og gæti algjörlega eyðilagt slíkar og þyrlur líka."

Ljóst er að Glasgow-búar þurfa að passa sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert aldrei glaðari en þegar þú gefur þínum nánustu. Mundu að dropinn holar harðan stein. Sýndu þrautseigju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert aldrei glaðari en þegar þú gefur þínum nánustu. Mundu að dropinn holar harðan stein. Sýndu þrautseigju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Loka