35% fullorðinna Breta sofa með bangsa

Bangsar eru góðir vinir bæði barna og fullorðinna, samkvæmt rannsóknum …
Bangsar eru góðir vinir bæði barna og fullorðinna, samkvæmt rannsóknum Travelodge.

Ný bresk könnun bendir til þess, að 35% allra fullorðinna Breta sofi með bangsa í rúminu á nóttinni. Þá tekur um fjórðungur breskra karlmanna bangsann með sér í ferðalög líkt og sjónvarpspersónan Hr. Bean. 

Þetta eru meðal annars niðurstöður könnunar, sem breska hótelkeðjan Travelodge lét gera. Þegar forsvarsmenn Travelodge uppgötvuðu að á síðustu 12 mánuðum hefðu yfir 75 þúsund bangsar, sem gleymdust á hótelherbergjum keðjunnar verið sendir til eigenda sinna ákváðu þeir að kanna málið nánar. 

Könnunin var gerð meðal 6 þúsund Breta og í ljós kom að 35% þeirra viðurkenndu að sofa með bangsa í fanginu. Margir sögðu, að þeim tækist með þessu móti að draga úr streitu sem hefði safnast upp yfir daginn. 

Þá sögðust 25% karlmanna taka bangsa með sér í viðskiptaferðir. Sögðu þeir að bangsarnir minntu sig á heimilið og fjölskylduna.   

Könnunin sýndi, að rúmlega helmingur Breta á enn bangsa, sem þeir eignuðust í barnæsku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka