Baraflokkurinn snéri aftur

Gömlum myndum af hljómsveitinni var varpað á tjald að baki …
Gömlum myndum af hljómsveitinni var varpað á tjald að baki Baraflokksins á meðan sveitin lék. Hér er Ásgeir Jónsson söngvari í öllu sínu veldi fyrir margt löngu. mbl.is/Skapti

Hljóm­sveit­in Bara­flokk­ur­inn snéri aft­ur í gær­kvöldi þegar hann hélt tón­leika í menn­ing­ar­hús­inu Hofi í sín­um gamla heima­bæ, Ak­ur­eyri. Tíu ár voru þá liðin frá því sveit­in kom síðast sam­an og hún hafði ekki leikið á heima­slóðum í heil 25 ár..

Ásamt Bara­flokkn­um komu fram þrjár aðrar norðlensk­ar sveit­ir; Hvann­dals­bræður,  Helgi og hljóðfæra­leik­ar­arn­ir og Hefl­arn­ir, ný hljóm­sveit sem lék þarna í fyrsta skipti utan æf­inga­hús­næðis­ins. „Það er ekki hægt að segja að við byrj­um smátt,“ sagði grín­ist­inn og kynn­ir kvölds­ins, Rögn­vald­ur gáfaði, bassa­leik­ari Hefl­anna. {MYND:Vinstri}

Í ár eru 30 ár frá því Bara­flokk­ur­inn kom fyrst sam­an. Hljóm­sveit­in gaf út þrjár plöt­ur en hætti síðan und­ir lok árs­ins 1984.

Góð mæt­ing var í Hof í gær­kvöldi. Þétt setið á neðri hæð sal­ar­ins og tölu­verður fjöldi á svöl­um. Stemn­ing­in var fín og viðstadd­ir ekki síst hrifið af Bara­flokkn­um. Á máli fólks mátti heyra að það gekk afar ánægt út í milt haust­kvöldið.

Vert er að geta þess að Bara­flokk­ur­inn verður með tón­leika á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri í kvöld.

Þór Freysson, gítarleikari Baraflokksins.
Þór Freys­son, gít­ar­leik­ari Bara­flokks­ins. mbl.is/​Skapti
Ásgeir Jónsson söngvari Baraflokksins.
Ásgeir Jóns­son söngv­ari Bara­flokks­ins. mbl.is/​Skapti
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason