Árni aftur í búrið

Árni „úr járni“ Ísaksson
Árni „úr járni“ Ísaksson sherdog.com

Eftir langa leit hefur loksins tekist að finna bardaga fyrir Árna Ísaksson, bardagamann í blönduðum bardagaíþróttum (MMA). Árni „úr járni“ hefur tekið tilboði um að berjast við Magomed Saadulaev í Úkraínu næstkomandi föstudag. Saadulaev þessi er ósigraður í tíu bardögum sínum.

Árni hefur verið við stífar æfingar í Dublin á Írlandi undanfarin mánuð, og segir í tilkynningu að hann sé afar vel undirbúinn fyrir bardagann þó svo fyrirvarinn sé stuttur. Framundan hjá Árna eru þrír bardagar en hann keppir einnig 13. nóvember í Belfast á Norður-Írlandi auk þess sem annar bardagi er fyrirhugaður í desember.

Árni varð heimsmeistari áhugamanna í Muya Thai árið 2004 í Grikklandi, Íslansdmeistari í boxi árið 2009 í léttþungavigt. Auk þess hefur hann unnið fjölmörg grappling mót, bæði heima og erlendis, í sínum og opnum þyngdarflokk. Árni er með á bakinu 11 bardaga í MMA, átta sigra og þrjú töp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka