Hinn 26 ára gamli Alen Spahic var handtekinn í Louisville með 18 tommu gervilim í buxum sínum.
Lögregla fékk ábendingu um að Spahic væri hættulegur gangandi vegfarendum þar sem hann gekk um með stóra bungu framan á sér niður aðalgötuna í Louisville.
Við handtökuna kom í ljós að hann var með gervilim úr plasti inn á buxunum.