Simon MacCorkindale látinn

Simon MacCorkindale.
Simon MacCorkindale.

Enski leikarinn Simon MacCorkindale er látinn, 58 ára að aldri.  Banameinið var krabbamein. MacCorkindale lék í nokkrum þekktum myndum á síðustu öld en snéri sér síðan að sjónvarpsleik og lék meðal annars þáttunum Falcon Crest og í læknaþáttunum Casualty á BBC.

Meðal kvikmynda, sem  MacCorkindale lék í var Dauðinn á Níl árið 1977 þar sem Peter Ustinov lék spæjarann Hercule Poirot. Þá lék hann aðalhlutverkið í myndinni Riddle of the Sand á móti Michael York. Hann lék einnig í sjónvarpsþáttaröðinni Ég Claudius.  

MacCorkindale kvæntist leikkonunni Fionu Fullerton en þau skildu. Eftirlifandi eiginkona hans er leikkonan Susan George, sem naut mikillar hylli á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og lék m.a. í myndinni Straw Dogs. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir