Enski leikarinn Simon MacCorkindale er látinn, 58 ára að aldri. Banameinið var krabbamein. MacCorkindale lék í nokkrum þekktum myndum á síðustu öld en snéri sér síðan að sjónvarpsleik og lék meðal annars þáttunum Falcon Crest og í læknaþáttunum Casualty á BBC.
Meðal kvikmynda, sem MacCorkindale lék í var Dauðinn á Níl árið 1977 þar sem Peter Ustinov lék spæjarann Hercule Poirot. Þá lék hann aðalhlutverkið í myndinni Riddle of the Sand á móti Michael York. Hann lék einnig í sjónvarpsþáttaröðinni Ég Claudius.
MacCorkindale kvæntist leikkonunni Fionu Fullerton en þau skildu. Eftirlifandi eiginkona hans er leikkonan Susan George, sem naut mikillar hylli á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og lék m.a. í myndinni Straw Dogs.