Litli bróðir sló í gegn

Guðmundur Þórarinsson syngur í FSu.
Guðmundur Þórarinsson syngur í FSu.

Það var mikil sönghátíð í Fjölbrautaskóla Suðurlands á fimmtudagskvöld en þá fór fram söngkeppni skólans. Sérstaka athygli vakti þegar Guðmundur Þórarinsson, yngri bróðir Ingólfs Þórarinssonar, sem betur er þekktur sem Ingó, söng á milli atriða. 

Systurnar Margrét Harpa og Þuríður Marín Jónsdætur sigruðu í söngkeppninni en þær sungu lagið „Take Me or Leave Me“ úr söngleiknum Rent. Í öðru sæti varð Írena Víglundsdóttir og í því þriðja Albert Rútsson. Verðlaun fyrir sviðsframkomu hlutu rappararnir Bjarki Friðgeirsson og Ívar Örn Guðjónsson og Guðrún Bína Rúnarsdóttir og félagar fengu viðurkenningu hljómsveitarinnar fyrir framlag sitt.

Guðmundur Þórarinsson vann þessa keppni árið 2008 en gat ekki keppt nú vegna anna við knattspyrnuiðkun. Guðmundur lék með Selfyssingum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar og hefur nú gert samning við ÍBV um næsta keppnistímabil.

Vefur FSu

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar