Litli bróðir sló í gegn

Guðmundur Þórarinsson syngur í FSu.
Guðmundur Þórarinsson syngur í FSu.

Það var mik­il söng­hátíð í Fjöl­brauta­skóla Suður­lands á fimmtu­dags­kvöld en þá fór fram söng­keppni skól­ans. Sér­staka at­hygli vakti þegar Guðmund­ur Þór­ar­ins­son, yngri bróðir Ing­ólfs Þór­ar­ins­son­ar, sem bet­ur er þekkt­ur sem Ingó, söng á milli atriða. 

Syst­urn­ar Mar­grét Harpa og Þuríður Marín Jóns­dæt­ur sigruðu í söng­keppn­inni en þær sungu lagið „Take Me or Lea­ve Me“ úr söng­leikn­um Rent. Í öðru sæti varð Írena Víg­lunds­dótt­ir og í því þriðja Al­bert Rúts­son. Verðlaun fyr­ir sviðsfram­komu hlutu rapp­ar­arn­ir Bjarki Friðgeirs­son og Ívar Örn Guðjóns­son og Guðrún Bína Rún­ars­dótt­ir og fé­lag­ar fengu viður­kenn­ingu hljóm­sveit­ar­inn­ar fyr­ir fram­lag sitt.

Guðmund­ur Þór­ar­ins­son vann þessa keppni árið 2008 en gat ekki keppt nú vegna anna við knatt­spyrnuiðkun. Guðmund­ur lék með Sel­fyss­ing­um í úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í sum­ar og hef­ur nú gert samn­ing við ÍBV um næsta keppn­is­tíma­bil.

Vef­ur FSu

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Sólin er í merki þínu og því er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að hugsa um sjálfan þig. Farðu eftir eigin hyggjuviti. Samræður ættu að verða líflegar og skemmtilegar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Sólin er í merki þínu og því er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að hugsa um sjálfan þig. Farðu eftir eigin hyggjuviti. Samræður ættu að verða líflegar og skemmtilegar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka