Imelda Marcos fær húsið sitt aftur

Imelda Marcos er m.a. þekkt fyrir að eiga mikið að …
Imelda Marcos er m.a. þekkt fyrir að eiga mikið að skóm. AP

Imelda Marcos, fyrrverandi forsetafrú á Filippseyjum, fagnaði innilega eftir að hæstiréttur Filippseyja dæmdi að glæsihýsi sem stjórnvöld gerðu upptækt eftir byltinguna 1986 tilheyrði henni.

Imelda Marcos er orðin 81 eins árs gömul. Eiginmaður hennar Ferdinand Marcos stjórnaði á Filippseyjum fram til 1986 þegar honum var steypt af stóli. Imelda hefur ætíð haldið því fram að húsið hafi tilheyrt fjölskyldu hennar og að fjölskyldan hafi eignast húsið löngu áður en hún kynntist Ferdinand Marcos. Hún sagðist vera afar ánægð með dóminn. Þetta hús hafi alltaf verið sérstaklega mikilvægt í sínum huga vegna þess að þar hafi faðir hennar fæðst.

Stjórnvöld á Filippseyjum ákváðu að láta hæstarétt landsins dæma um eignarrétt á húsinu. Í dómi hæstaréttar er því ekki svarað hvort fjölskylda Marcosar hafi eignast húsið með ólöglegum hætti. Hins vegar er komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem undirrituðu skjöl um að hús yrði gert upptækt hafi ekki haft umboð til þess.


Í þessu glæsilega húsi, sem stendur við strönd á eyjunni Leyte, eru 17 herbergi. Við það er golfvöllur, sundlaug og fleira. Marcos notaði það til að skemmta sér og vinum sínum þau 20 ár sem hann ríkti sem einræðisherra á Filippseyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup