„Ég get eignast börn en meðgangan gæti orðið krefjandi fyrir mig því ég er með lítinn líkama, beinin eru viðkvæm og bakið ekki sterkt,“ segir Freyja Haraldsdóttir í viðtali við Monitor.
„Konur með mína skerðingu hafa gengið með börn og allt gengið vel en ég veit ekki hvort ég fari þá leið eða ættleiði,“ útskýrir Freyja sem finnst móðurhlutverkið spennandi. „Ég hef alltaf ætlað mér að verða mamma svo það kemur að því,“segir hún.
Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.