„Ég spurði stelpur á Facebook-síðunni minni hvar þær hefðu farið í silíkon. Ég fékk alveg 248 pósta til baka! Það voru allar að benda á einhvern eða segja „ekki fara til hans, hann eyðilagði brjóstin á mér,“ þannig maður þarf að velja vel. Ég vissi ekki að það væru svona margir læknar hérna sem gera þetta,“ segir glamúrpían Vala Grand en eins og alþjóð veit gekk hún undir kynleiðréttingaraðgerð síðastliðið sumar.
Aðgerðin tók mikið á líkamlega en nú segist Vala bráðum verða tilbúin til að klára verkið og fá sér silíkon-brjóst.
Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.