Sjötta brjóstastækkunin dró þýska stjörnu til dauða

Carolin Berger.
Carolin Berger.

Þýska raunveruleikaþáttastjarnan og klámmyndaleikkonan Carolin Berger, sem hefur verið í dái í 10 daga, er látin, aðeins 23 ára að aldri. Hún gekkst alls undir sex brjóstastækkunaraðgerðir, en við þá síðustu komu upp alvarleg vandamál sem drógu hana til dauða.

Talið er að hún hafi tvisvar sinnum fengið hjartaáfall að lokinni aðgerð. Sílikonpúðarnir í hvoru brjósti vógu 500 grömm, en Berger vildi láta skipta þeim út fyrir 800 gr. púða, segir þýska dagblaðið Bild. 

Saksóknarar í Hamborg í Þýskalandi rannsaka nú hvort læknarnir hennar hafi gerst sekir um vanrækslu. Berger hafði verið í dái frá 11. janúar sl. vegna þeirra alvarlegu vandmála sem komu upp eftir sjöttu aðgerðina, sem var framkvæmd í Hamborg. 

Berger vakti mikla athygli í fyrra í þýsku útgáfu raunveraleikaþáttarins Stóri bróðir. Þar fór hún oftar en ekki yfir strikið og var framkoma hennar slík að mörgum þótti nóg um.

Hún lagðist undir hnífinn í þeim tilgangi að viðhalda kastljósi fjölmiðlanna á sér, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákveðinn í því að ná takmarki þínu og ert tilbúinn til að leggja ýmislegt á þig til þess. Reyndu að halda einkalífi þínu og starfi aðskildu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákveðinn í því að ná takmarki þínu og ert tilbúinn til að leggja ýmislegt á þig til þess. Reyndu að halda einkalífi þínu og starfi aðskildu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir