„Oh, þessir Danir“

Danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn.
Danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn. YVES HERMAN

Danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn kennir þröngsýni Danmerkur um ummæli Lars von Triers um Hitler sem urðu til þess að hann féll í ónáð á Cannes-kvikmyndahátíðinni.

„Æ, þessir Danir,“ sagði Winding Refn á blaðamannafundi á hátíðinni en hann er þar til að kynna mynd sína Drive. „Mér finnst það sem Lars sagði algerlega óviðunandi. Það sýnir bara að í Danmörku erum við með mjög smáa hugsun og stundum gleymum við að það er annað fólk í kringum okkur. Mér bauð við því sem hann sagði.“

Sagði von Trier á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði vissa samúð með Adolf Hitler og að hann væri nasisti. Síðar baðst hann afsökunar á orðum sínum og sagði ekkert hafa á móti gyðingum.

Það var hins vegar um seint því að stjórn hátíðarinnar lýsti því yfir að hann væri kominn í ónáð. Þá fordæmdi stofnun Simons Wisenthals orð hans og sögðu leikstjórann eiga að fá verðlaun sem fordómafyllsti maður ársins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir