Tökum lauk í gær á þriðju myndinni um ævintýri Sveppa og vina hans en hún ber nafnið Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Tekur nú eftirvinnslan við en myndin verður frumsýnd í byrjun september.
Hennar er eflaust beðið með mikilli óþreyju af yngstu kynslóðinni, og jafnvel þeirri eldri líka, en fyrstu tvær myndirnar nutu gríðarmikilla vinsælda.
Kvikmyndin er tekin víða um Reykjavík, m.a. á Þjóðminjasafninu, í Nauthólsvík og í Fornbókabúð Braga Kristjónssonar. Leikararnir sem stilltu sér upp fyrir ljósmyndara eru Egill Ólafsson, Guðjón Karlsson (Gói), Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Þröstur Leó Gunnarsson og Vilhelm Anton Jónsson (Villi) en nær óþekkjanleg fyrir miðju myndar er Ragnhildur Gísladóttir.