Söngvarinn viðkunnanlegi Stefán Hilmarsson er mikill stuðningsmaður Arsenal þótt hann gefi sig ekki út fyrir að vera knattspyrnusérfræðingur. Til marks um stuðning hans við liðið má reyndar líta á tónlistarmyndbandið við lagið Þú fullkomnar mig, en þar klæðist Stefán einmitt Arsenal-peysu. Myndbandið má sjá hér.
Í tilefni af því að enski boltinn rúllar af stað um helgina fékk Monitor Stefán til að gefa okkur innsýn í væntingar sínar fyrir tímabilið.
Hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar Arsenal að þínu mati?
Styrkleikar liðsins eru því miður of fáir nú
um stundir, ef frá er talin almenn og góð boltatækni leikmanna. En liðum er því
miður ekki veittur bikar fyrir þríhyrnigaspil. Sú var tíðin að traustur
varnarleikur var aðalstyrkur Arsenal. Fyrir nokkrum árum stóð mörgum stuggur af
mönnum eins og Vieira, Winterburn, Adams og Keown. En hin seinni ár hafa andstæðingar
Arsenal staðið í göngunum fyrir leiki með menn eins og Denilson, Arshavin,
Squillaci, Eboue og Rosicky sér við hlið. Það er af sem áður var.
Kæmi til greina hjá þér að gefa út íslenskt Arsenal-stuðningsmannalag, ef til vill nefnt „Arsenal vængjum þöndum“?
Ef Pólverjarnir Szczesny og Fabianski hefðu samband, þá mætti alveg skoða það. Við gætum kannski fengið Eyfa til að semja „Gdanska lagið“.
Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.