Eyddi 180 milljónum í baðkar

Það virðast engin takmörk fyrir því hvað hinir vellauðugu geta eytt peningunum í. Á dögunum var greint frá einu dýrasta brúðkaupi sögunnar þegar að Petra Ecclestone, dóttir Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 og fjórða ríkasta manns Bretlands, gekk í hjónaband.

Nú virðist systir hennar, Tamara, staðráðin í því að skipa sér sess í sviðsljósinu og er þessa dagana á fullu við að kynna nýjan raunveruleikaþátt um sjálfa sig. Í nýlegu viðtali greindi hún frá því að hún hefði eytt 180 milljónum króna í baðkar. Er um að ræða forláta kar sem er úr risastórum kristal sem finnst langt inn í frumskógum Amazon.

„Baðkarið kostaði svona mikið en það var líka af því að ég þurfti að láta styrkja gólfið undir því og borga ferða- og flutningskostnað fyrir teymið sem náði í kristalinn sem karið er höggvið úr. En það var hverrar krónu virði enda er ég alltaf í baði,“ segir Tamara sem er greinilega sátt við fjárfestinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar