Norska söngkonan Sissel Kyrkjebø mun syngja á tónleikum Frostrósa 10. desember í Hörpu.
Aðrir söngvarar á tónleikunum verða Kolbeinn Ketilsson, Ágúst Ólafsson, Hulda Björk Garðarsdóttir og Garðar Thór Cortes.
Sissel Kyrkjebø hefur tvívegis komið fram á Íslandi, fyrst árið 2005 þegar hún söng á þrennum tónleikum í Háskólabíói og síðan á Frostrósatónleikum í Hallgrímskirkju fyrir jólin 2006.