Wangari Maathai látin

00:00
00:00

Kený­ski Nó­bels­verðlauna­haf­inn Wang­ari Ma­at­hai er lát­in á sjúkra­húsi í Nairobi þar sem hún gekkst und­ir meðferð við krabba­meini. Hún var 71 árs.

Ma­at­hai hlaut friðar­verðlaun Nó­bels árið 2004 fyr­ir bar­áttu sína fyr­ir um­hverf­is­vernd, kven­rétt­ind­um og gagn­sæi í stjórn­sýslu. Hún er fyrsta afr­íska kon­an til að hljóta verðlaun­in.

Hún var kos­in á þing í Kenýa árið 2002 og gegndi um tíma embætti ráðherra. Hún stofnaði á sín­um tíma Græna beltið svo­nefnda, hreyf­ingu er stóð að skóg­rækt í Afr­íku. Hafa þau plantað á þriðja tug millj­óna trjáa.

Enn­frem­ur hafa sam­tök­in bar­ist í þágu mennt­un­ar, nær­ing­ar og annarra mála er einkum hafa varðað brýna hags­muni kvenna.

Wangari Maathai.
Wang­ari Ma­at­hai. reu­ters
Wangari Maathai tekur við Nóbelsverðlaununum úr hendi formanns úthlutunarnefndarinnar, Ole …
Wang­ari Ma­at­hai tek­ur við Nó­bels­verðlaun­un­um úr hendi for­manns út­hlut­un­ar­nefnd­ar­inn­ar, Ole Dan­bolt Mjös. reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú þarft að fara gætilega í ákvarðanatöku þinni því þú veist að ekki verður aftur snúið. Sýndu þínum eigin hugmyndum tilhlýðilega virðingu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú þarft að fara gætilega í ákvarðanatöku þinni því þú veist að ekki verður aftur snúið. Sýndu þínum eigin hugmyndum tilhlýðilega virðingu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant