Aretha Franklin er enn í fullu fjöri

Aretha Franklin.
Aretha Franklin. mbl.is/Cover Media

Söngkonan Aretha Franklin hélt tónleika síðustu helgi. Sérstök beiðni söngkonunnar kom aðstandendum á óvart en hún óskaði eftir því að salurinn sem hún kæmi fram í yrði 30° heitur.

Söngkonan kom fram í brúðkaupi sem haldið var á Four Seasons-hótelinu í New York. Henni var mjög annt um að vernda rödd sína og því vildi hún gera sérstakar ráðstafanir áður en hún steig á svið. Franklin bað um að slökkt yrði á loftræstingunni til þess að rödd hennar myndi njóta sín sem best. 

Franklin naut þess að koma fram, hún hafði verið fengin til þess að koma fram í 15 mínútur en hún sýndi að hún er enn í fullu fjöri og endaði á því að halda uppi stuðinu í klukkutíma. Brúðhjónin voru hæstánægð með frammistöðu hennar og sögðu að hún hefði verið hverrar krónu virði. Franklin var sátt með að vera stödd í borginni sem aldrei sefur og sagði „ég er sannur „New Yorker“. Það er alltaf ánægjulegt að koma aftur hingað.“  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal