Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi …
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands á Bessastöðum. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn

Búið er að til­kynna hvaða 10 bæk­ur eru til­nefnd­ar til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna 2011, en at­höfn­in fór fram í Lista­safni Íslands nú síðdeg­is. Til­nefnt er í tveim­ur flokk­um, flokki fag­ur­bók­mennta og í flokki fræðibóka og rita al­menns efn­is. Eru fimm bæk­ur til­nefnd­ar í hvor­um flokki.

Verðlauna­upp­hæðin fyr­ir hvorn flokk er nú ein millj­ón kr.

Eft­ir­far­andi bæk­ur eru til­nefnd­ar í flokki fræðibóka og rita al­menns efn­is:

Ármann Jak­obs­son og Þórður Ingi Guðjóns­son
Mork­in­skinna I og II bindi
Útgef­andi: Hið ís­lenzka forn­rita­fé­lag

Inga Elsa Bergþórs­dótt­ir og Gísli Eg­ill Hrafns­son
Góður mat­ur, gott líf – í takt við árstíðirn­ar
Útgef­andi: Vaka-Helga­fell

Jón Yngvi Jó­hanns­son
Land­nám – ævi­saga Gunn­ars Gunn­ars­son­ar
Útgef­andi: Mál og menn­ing

Páll Björns­son
Jón for­seti all­ur? Tákn­mynd­ir þjóðhetju frá and­láti til samtíðar
Útgef­andi: Sögu­fé­lag

Sig­ríður Víðis Jóns­dótt­ir
Rík­is­fang: Ekk­ert - Flótt­inn frá Írak á Akra­nes
Útgef­andi: Mál og menn­ing

Dóm­nefnd skipa:
Þor­gerður Ein­ars­dótt­ir, Pró­fess­or við Há­skóla Íslands – Formaður
Jón Ólafs­son, Pró­fess­or við Há­skól­ann á Bif­röst
Auður Styr­kárs­dótt­ir, For­stöðukona Kvenna­sögu­safns Íslands

Eft­ir­far­andi bæk­ur eru til­nefnd­ar í flokki fag­ur­bók­mennta

Guðrún Eva Mín­ervu­dótt­ir
Allt með kossi vek­ur
Útgef­andi: JPV út­gáfa

Hall­grím­ur Helga­son
Kon­an við 1000°
Útgef­andi: JPV út­gáfa

Jón Kalm­an Stef­áns­son
Hjarta manns­ins
Útgef­andi: Bjart­ur

Odd­ný Eir Ævars­dótt­ir
Jarðnæði
Útgef­andi: Bjart­ur

Stein­unn Sig­urðardótt­ir
jójó
Útgef­andi: Bjart­ur

Dóm­nefnd skipa:
Árni Matth­ías­son – Formaður
Viðar Eggerts­son
Þor­gerður Elín Sig­urðardótt­ir

For­menn dóm­nefnd­anna tveggja munu velja einn verðlauna­hafa úr báðum flokk­um ásamt for­seta­skipuðum for­manni loka­dóm­nefnd­ar.

Til­nefnt til Íslensku þýðinga­verðlaun­anna 2011

Sam­hliða til­nefn­ing­um til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna er til­kynnt um til­nefn­ing­ar til Íslensku þýðinga­verðlaun­anna. Dóm­nefnd á veg­um Banda­lags þýðenda og túlka til­kynnti  þær fimm þýðing­ar sem þykja skara fram úr út­gáfu­árið 2011.

Banda­lag þýðenda og túlka stend­ur fyr­ir Íslensku þýðinga­verðlaun­un­um og veit­ir For­seti Íslands þau á degi bók­ar­inn­ar 23. apríl ár hvert á Gljúfra­steini. Bak­hjarl­ar verðlaun­anna eru Rit­höf­unda­sam­band Íslands og Fé­lag ís­lenskra bóka­út­gef­enda.

Eft­ir­far­andi bæk­ur eru til­nefnd­ar til Íslensku þýðinga­verðlaun­anna 2011:

And­arslátt­ur eft­ir Hertu Müller. Þýðandi: Bjarni Jóns­son
Útgef­andi: Ormstunga
 
Fás­inna eft­ir Horacio Ca­stell­anos Moya. Þýðandi: Her­mann Stef­áns­son
Útgef­andi: Bjart­ur
 
Regn­skóga­beltið rauna­mædda eft­ir Clau­de Lévi-Strauss. Þýðandi: Pét­ur Gunn­ars­son
Útgef­andi: JPV út­gáfa
 
Reisu­bók Gúllívers eft­ir Jon­ath­an Swift. Þýðandi: Jón St. Kristjáns­son
Útgef­andi: Mál og menn­ing
 
Tunglið braust inn í húsið. Ljóð eft­ir marga höf­unda. Þýðandi: Gyrðir Elías­son
Útgef­andi: Upp­heim­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hamingjumoli dagsins: Í stað þess að einblína á upphæð, kíló eða topp á tindi skaltu hreinsa hugann. Samskiptamynstur fjölskyldunnar flækist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hamingjumoli dagsins: Í stað þess að einblína á upphæð, kíló eða topp á tindi skaltu hreinsa hugann. Samskiptamynstur fjölskyldunnar flækist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason