Áhuginn liggur í listunum

Hrafnkell Flóki K. Einarsson dúx úr Borgarholtsskóla
Hrafnkell Flóki K. Einarsson dúx úr Borgarholtsskóla mbl.is/Ómar Óskarsson

Hrafn­kell Flóki Kakt­us Ein­ars­son dúxaði fyr­ir jól í Borg­ar­holts­skóla. Hann hlaut ágæt­is­ein­kunn­ina 9,11 og fékk viður­kenn­ing­ar fyr­ir góðan ár­ang­ur, m.a. í marg­miðlun­ar­hönn­un, ís­lensku, ensku, sögu, fé­lags­fræði og list­grein­um. Hann seg­ist að von­um afar ánægður með að hafa orðið dúx. „Það var auka­bón­us við að klára skól­ann,“ seg­ir Hrafn­kell. Hann kláraði list­náms­braut síðasta vor en ákvað að bæta við sig stúd­ents­prófi og er það hér með í höfn.

Hrafn­kell hef­ur að auki verið öfl­ug­ur í fé­lags­líf­inu en hann hef­ur setið í ný­nem­aráði, lista­nefnd og verið gjald­keri í stjórn. „Það var mjög fynd­in stjórn. Við fór­um hóp­ur af hálfreynslu­laus­um krökk­um á list­náms­braut­inni í fram­boð, þannig séð í gríni,“ seg­ir hann. „Þetta grín varð að fúl­ustu al­vöru og við unn­um kosn­ing­arn­ar og kom­umst öll inn,“ seg­ir hann. Blaðamaður nefn­ir að þetta hljómi eins og fram­boð Besta flokks­ins fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 2010. „Já, ég á ekki langt að sækja það,“ seg­ir Hrafn­kell en faðir hans, tón­list­armaður­inn Ein­ar Örn Bene­dikts­son, er borg­ar­full­trúi Besta flokks­ins.

Ghost­igital og Captain Fuf­anu

Hrafn­kell seg­ir áhuga­svið sitt af­drátt­ar­laust liggja í list­um. Hann hef­ur lært á djasstrom­pet og klass­ísk­an trom­pet við tón­list­ar­skóla FÍH, auk þess að hafa spilað með Ghost­igital síðan hann var 10 ára. Þá er hann í tekn­ósveit­inni Captain Fuf­anu ásamt fé­laga sín­um og síðan í haust hef­ur hann verið í læri hjá Frosta Gn­arr, graf­ísk­um hönnuði hjá Frosta Gn­arr stúd­íó.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið er líkt og leiksvið og þú kemst ekki af öðruvísi en að þekkja leikritið og kunna þitt hlutverk. Megrunin fær að fjúka út í veður og vind ásamt fjárhagsáætluninni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið er líkt og leiksvið og þú kemst ekki af öðruvísi en að þekkja leikritið og kunna þitt hlutverk. Megrunin fær að fjúka út í veður og vind ásamt fjárhagsáætluninni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils