Rooney Mara og Daniel Craig ekki náin

Daniel Craig og Rooney Mara.
Daniel Craig og Rooney Mara. CARLO ALLEGRI

Rooney Mara myndaði ekki náin tengsl við Daniel Craig á settinu við tökur á myndinni The Girl With the Dragon Tattoo. Hún segir það stafa af því að þau séu bæði fálátar og varkárar manngerðir.

Leikkonan fer á kostum í myndinni sem tölvuþrjóturinn Lisbeth Salander. Karakterinn hennar á í flóknu sambandi við karakter Craig, Mikael Blomkvist, og Rooney segir að undarlega sambandið hafi einnig fylgt þeim út fyrir myndina.

„Ég held að við Daniel séum bæði dálítið fálátar og varkárar manngerðir svo við mynduðum ekki svo náin tengsl. Við vörðum samt þónokkrum tíma saman við æfingar, lásum bara í gegnum handritið og reyndum að láta hlutina ganga upp,“ útskýrir hún í viðtali við Collider. „Fyrstu mánuðina í tökum vorum við að skjóta frekar þýðingarlítil atriði. Þá höfðum við ágætistíma til að venjast því að umgangast áður en við fórum til Los Angeles og tókum upp meginhluta myndarinnar.“

Rooney fannst æðislegt að vinna með leikstjóranum David Fincher. „Allt sem tengdist því að vinna með David var frábært. Ég hefði ekki viljað skipta á honum og nokkrum öðrum. Ég dýrka að vinna með honum,“ segir hún.

Hún talar einnig um hvers kyns karaktera hún kunni best við að leika. Hún segist eiga auðveldara með að túlka manngerðir sem eru gjörólíkar henni sjálfri. „Ég hugsa svo sem ekki mikið um það í grunninn hvort persónan sé ólík mér eða ekki. Ég held samt að það sé auðveldara að leika einhvern sem er ólíkur mér, með hreim, lítur öðruvísi út og gengur öðruvísi en ég,“ segir hún. „Ég fæ meira út úr því. Á móti kemur að mér fannst Lisbeth Salander frekar lík mér. Við eigum margt sameiginlegt. Líklega er best að hafa smá af hvoru tveggja.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård