Tony Bennett í Hörpu

Tony Bennett syngur á valentínusardaginn lagið I Left My Heart …
Tony Bennett syngur á valentínusardaginn lagið I Left My Heart in San Francisco. AP

Söngvarinn Tony Bennett mun ásamt hljómsveit koma fram í Eldborgarsal Hörpu föstudagskvöldið 10. ágúst næstkomandi. Bennett á að baki um 60 ára tónlistarferil, hefur unnið til 17 Grammy-verðlauna, tvennra Emmy-verðlauna og selt yfir 50 milljón plötur. Sena flytur tónlistarmanninn til landsins.

Bennett er enn í fullu fjöri og vann enn og aftur til Grammy-verðlauna síðastliðinn sunnudag. Hann hlaut þá tvenn verðlaun; nýja platan hans Duets II var valin besta poppplata ársins og lagið Body and Soul, sem hann flytur ásamt Amy Winehouse, valið besti dúett ársins.

Sérstakur gestur á tónleikunum í Hörpu 10. ágúst verður dóttir Bennetts, söngkonan Antonia. Hljóðfæraleikur kvöldsins verður í höndum djasskvartetts Tonys Bennetts.

Tónleikar Tonys Bennetts á Íslandi eru hluti af hljómleikaferð hans um Evrópu og er Ísland síðasti viðkomustaðurinn.

Ráðgert er að hefja miðasölu á tónleikana í byrjun mars. Nánar verður tilkynnt um fyrirkomulag og miðaverð innan skamms, en einungis 1.500 miðar verða í boði, segir í tilkynningu frá Senu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir