Cameron: Hafdjúpið einangrað og eyðilegt

James Cameron kvikmyndaleikstjóri segir að dýpsta svæði heimshafanna sé eyðilegt og einangrað. Landslagið sé ekki ólíkt því sem sjá megi á tunglinu.

James Cameron kafaði í gær í litlum kafbáti niður á um 11 kílómetra dýpi í Kyrrahafinu en þangað hefur ekki verið kafað síðan árið 1960.

„Mér leið eins og ég væri í geimnum, að ég hefði farið til annarrar plánetu í einn dag og komið svo til baka,“ sagði Cameron er hann var kominn á þurrt. Hafsbotninn hafi verið eyðilegur og umhverfið algjörlega framandi.

Ferðin niður á hafsbotninn tók tvo og hálfan tíma og var hann á botninum, m.a. að safna sýnum og kvikmynda, í um þrjár klukkustundir. Hann var einn í kafbátnum sem var sérhannaður til verkefnisins.

Cameron kafaði niður í Mariana-gljúfrið suðvestur af Gvam, á 10.898 metra dýpi en sjávarhitinn á botninum er rétt um frostmark og þrýstingurinn þúsundfaldur á við það sem gerist við yfirborð sjávar.

Cameron ætlaði sér að dvelja í sex klukkustundir á botninum en varð að fara upp eftir tæpa þrjá tíma vegna bilunar sem kom upp í búnaðinum.

Vísindaleiðangurinn er farinn í samvinnu við National Geographic Society og Rolex og hefur verið í undirbúningi í sjö ár.

Cameron var einn síns liðs í kafbátnum en árið 1960 fóru tveir menn niður í gljúfrið. Cameron sagði við blaðamenn í dag að ferðin hefði verið draumur sinn alla ævi. Hann sagðist vonast til þess að geta stundað þessi tvö áhugamál sín saman, köfun og leikstjórn. „Vonandi þarf ég ekki að velja á milli. Ég get gert hvort tveggja. Ég vil ekki þurfa að velja.“

James Cameron kemur upp úr undirdjúpunum.
James Cameron kemur upp úr undirdjúpunum. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney