Fjölskylda í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn spítala og útfararstofu eftir að vitlaust lík var til sýnis í kistulagningu.
Richard Tkacik lést þann 23. nóvember sl. á Conemough Memorial sjúkrahúsinu og hafði fjölskyldan samband við Richland Township útfararstofuna. Tveimur dögum síðar mættu ættingjarnir í kistulagninguna og var þá alveg ljóst að þetta var ekki Richard sem lá í kistunni.
Í ljós kom að lík hans var enn á spítalanum. Eigandi útfararstofunnar hefur neitað að tjá sig um hvað olli mistökunum en sagði að rangt lík hefði ekki verið grafið eða brennt og að þessi ruglingur hefði ekki valdið fjölskyldunni auknum útgjöldum. Spítalinn vill ekki tjá sig um málið.