Slay Masters frumsýnd um páskana

„Já það eru þrjár sýningar allavega,“ segir Snævar Sölvi Sölvason, 26 ára Bolvíkingur, sem frumsýnir á föstudag gamanmynd sína „Slay Masters“ í félagsheimilinu í Bolungarvík.

Myndin fjallar um unga menn sem fá það verkefni að slægja fisk á Fiskmarkaði Bolungarvíkur á laugardegi fyrir sjómannadaginn. Eins og flestir ungir menn í sjávarplássum eiga þeir miða á dansleik um kvöldið og því er markið sett á að ná að klára verkefnið áður en ballið byrjar. Óvissa er þó með að þeim takist verkið og því spennandi að sjá til hvaða ráða þeir grípa.

Sævar Sölvi vann handrit myndarinnar, leikstýrði henni og sá um tökur og klippingu.

„Það er uppselt á forsýninguna og rífandi gangur í hinu, við búumst við fullu húsi á öllum sýningum,“ segir Snævar en auk frumsýningarinnar á föstudag verða tvær sýningar á laugardag fyrir páska, klukkan 14 og 16.

Tökur og vinnsla myndarinnar tóku um viku og koma félagar Snævars að myndinni með honum. Hægt er að kynna sér myndina á facebooksíðu hennar hér.

Með aðalhlutverk fara: Tómas Rúnar Sölvason, Magnús Traustason, Eyþór Bjarnason, Elmar Ernir Viðarsson, Paul Lukas Smelt, Jóhann Ólafur Högnason, Pétur Geir Svavarsson, Einar Ægir Hlynsson, Wannawatt Khinsanthia og Snævar Sölvi Sölvason.

Hér má sjá brot úr myndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup