Slay Masters frumsýnd um páskana

„Já það eru þrjár sýn­ing­ar alla­vega,“ seg­ir Snæv­ar Sölvi Sölva­son, 26 ára Bol­vík­ing­ur, sem frum­sýn­ir á föstu­dag gam­an­mynd sína „Slay Masters“ í fé­lags­heim­il­inu í Bol­ung­ar­vík.

Mynd­in fjall­ar um unga menn sem fá það verk­efni að slægja fisk á Fisk­markaði Bol­ung­ar­vík­ur á laug­ar­degi fyr­ir sjó­mannadag­inn. Eins og flest­ir ung­ir menn í sjáv­ar­pláss­um eiga þeir miða á dans­leik um kvöldið og því er markið sett á að ná að klára verk­efnið áður en ballið byrj­ar. Óvissa er þó með að þeim tak­ist verkið og því spenn­andi að sjá til hvaða ráða þeir grípa.

Sæv­ar Sölvi vann hand­rit mynd­ar­inn­ar, leik­stýrði henni og sá um tök­ur og klipp­ingu.

„Það er upp­selt á for­sýn­ing­una og ríf­andi gang­ur í hinu, við bú­umst við fullu húsi á öll­um sýn­ing­um,“ seg­ir Snæv­ar en auk frum­sýn­ing­ar­inn­ar á föstu­dag verða tvær sýn­ing­ar á laug­ar­dag fyr­ir páska, klukk­an 14 og 16.

Tök­ur og vinnsla mynd­ar­inn­ar tóku um viku og koma fé­lag­ar Snæv­ars að mynd­inni með hon­um. Hægt er að kynna sér mynd­ina á face­booksíðu henn­ar hér.

Með aðal­hlut­verk fara: Tóm­as Rún­ar Sölva­son, Magnús Trausta­son, Eyþór Bjarna­son, Elm­ar Ern­ir Viðars­son, Paul Lukas Smelt, Jó­hann Ólaf­ur Högna­son, Pét­ur Geir Svavars­son, Ein­ar Ægir Hlyns­son, Wann­awatt Khins­ant­hia og Snæv­ar Sölvi Sölva­son.

Hér má sjá brot úr mynd­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Loka