Tæplega 300 nemendur við Verzlunarskóla Íslands fjölmenntu í miðbæinn um hádegi í dag uppstrílaðir í peysufötum. Hinn árlegi peysufatadagur fjórðu bekkinga skólans var haldinn hátíðlegur í dag en sögur herma að þessi dagur sé næstum því jafn vinsæll og útskrifardagurinn. Eftir göngu niður Laugaveginn í lögreglufylgd var stigið til dans á Ingólfstorgi við ljúfa harmónikkutóna.