Eigandi verslunarkeðjunnar Iceland, Malcolm Walker, tók á móti gestum í veislu í tilefni opnunar veitingastaðarins Piccolino í London í vikunni en Walker á hlut í veitingastaðnum. Walker var svo afslappaður í hófinu að hann kveikti sér í vindli á meðan hann spjallaði við gesti. Starfsmaður á veitingastaðnum benti Walker góðfúslega á að drepa í vindlinum. Sjónarvottar segja Walker hafa þráast við í fyrstu en hafi að lokum látið undan hópþrýstingi og drepið í vindlinum.
Verslunarkeðjan Iceland er þekkt fyrir mikið úrval af frosnum matvælum. Slíkt var þó ekki á boðstólum í veislunni opnun Piccolino enda er það lúxusveitingastaður á Heddon-stræti í London.
Iceland var um nokkurra ára skeið í eigu íslenskra fjárfesta en Walker, sem stofnaði keðjuna, keypti hana aftur í febrúar á þessu ári.
Frétt Daily Telegraph um málið.