Carroll Shelby látinn

Carroll Hall Shelby, sem nefna má frægasta bílahönnuð heims, er látinn, 89 ára að aldri. Shelby lést á Baylor-sjúkrahúsinu í Dallas í gær en hann var lagður inn vegna lungnabólgu. Fyrirtæki hans, Shelby American, tilkynnti lát hans.

Ford Shelby Mustang er ein af frægustu bíltegundum sögunnar. Fyrstu Shelby-bílarnir komu á markað árið 1965 og nú síðast í apríl var Shelby GT1000 frumsýndur.

Carroll Shelby fæddist 11. janúar 1923 í Texas. Hann keppti lengi vel sjálfur í akstursíþróttum og ók fyrir helstu bílaframleiðendur heims, m.a. Ferrari. Hann þurfti að hverfa frá keppni árið 1960 vegna hjartakvilla.

Þegar keppnisferlinum lauk hófst annar ferill; í bílahönnun. Hann varð goðsögn í greininni og starfaði fram til dauðadags hjá fyrirtæki sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir