Ætlar ekki að segja brandara

Matti Matt er spenntur fyrir stigakynnahlutverkinu.
Matti Matt er spenntur fyrir stigakynnahlutverkinu. Árni Sæberg

„Ég hef mestar áhyggjur af því hvað ég er rólegur yfir þessu, en þetta leggst mjög vel í mig og ég hlakka gríðarlega til að gera þetta,“ segir söngvarinn Matthías Matthíasson, betur þekktur sem Matti Matt. Á laugardaginn næstkomandi fellur það í hans hlut að kynna stig íslensku þjóðarinnar fyrir allri Evrópubyggð í beinni sjónvarpsútsendingu. Undanfarin ár hefur umrætt hlutverk verið í höndum stórglæsilegra sjónvarpskvenna á borð við Ragnhildi Steinunni og Þóru Tómasdóttur, en Matti segist hvergi banginn við að feta í þeirra fótspor. „Ég ætla svo sem ekki að reyna að feta í fótspor neins heldur bara gera þetta eins og ég geri þetta og reyna að hafa gaman af þessu.“
Það er þekkt innan Eurovision að stigakynnar reyni að stela senunni með því að nýta sínar fimm mínútur í að lauma einhverjum bröndurum að Evrópubúum. Hefur Matti einhver áform um slíkt? „Það sem maður þolir síst af öllu þegar maður horfir á Eurovision er þegar þessir kynnar reyna að vera fyndnir þannig að sjálfsögðu ætla ég ekki að vera sú týpa (hlær). Ég ætla auðvitað að vera léttur og skemmtilegur en ég hyggst ekki segja brandara.“

Meira í Monitor. Blaðið má lesa hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar